Fréttir
Rótaryfundur að Skógargerði
Heimsókn að Skógargerði í Fellum
Að kvöldi 7. Febrúar 2012 heimsóttu félagar Skógargerði í Fellum
Að kvöldi 7. Febrúar 2012 heimsóttu félagar Skógargerði í Fellum og nutu þar veitinga í boði Hlyns Bragasonar félaga í Rótaryklúbbi Héraðsbúa og Skógargerðismanns. Hlynur sagði félögum nokkuð um byggingar og búskap að Skógargerði og sagði sögur af forfeðrum sínum og Fellamönnum og samskiptum þeirra við forráðamenn Himnaríkis. Húsið sem byggt var 1916-18 hafa niðjar endurgert og stofnað félag er Meiður nefnist um rekstur þess.