Fréttir

27.1.2012

Jólafundur 2011

Heimsókn í Hús Handanna

Þriðjudaginn 20. des heimsóttum við „Hús Handanna“Lára Vilbergsdóttir kynnir Hús Handanna

Rótarýklúbbur Héraðsbúa heldur fund á í hverri viku á þriðjudögum nema ef um einhvern viðburð er að ræða sem er hentugra að hafa um helgi þá er það auglýst sérstaklega.
Þriðjudaginn 20. des heimsóttum við „Hús Handanna“  á Egilsstöðum þar sem félagar og gestir þeirra fengu kynningu á fyrirtækinu.
Hús Handanna  er sérverslun og gallerí er leggur höfuðáherslu á að kynna og efla hvers kyns framleiðslu, hönnun, handíðir og listsköpun á Austurlandi. Einnig eru í boði margvíslegar vörur og hönnun frá öðru íslensku handverks- og listafólki. Við val á vörum er lögð áhersla á formfegurð, gæði, frumleika, efnisval og efnistök. Hér má finna varning úr hreindýraskinni, hreindýrahornum og trjáviði sprottnum á Austurlandi. Þegar gestir höfðu skoðað og verslað var komið saman á Hótel Héraði þar sem beið okkar jólahlaðborð að hætti hótelsins.

Lára Vilbergsdóttir kynnir Hús Handanna
Lára Vilbergsdóttir kynnir Hús Handanna

Í Húsi Handanna
Í Húsi Handanna

Forsetaborðið
Forsetaborðið


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.