Fréttir

26.7.2011

Rótaryfundur í Sigfúsarlundi

Þann 19. júlí 2011 hélt Rótarýklúbbur Héraðsbúa fund í Sigfúsarlundi. Í lundinum hafa klúbbfélagar gróðursett nokkuð af trjám og runnum sem eru komin vel á legg og veita gott skjól. Félagar áttu notaleg stund í lundinum þennan fundardag með kaffi, köldum drykkjum og samlokum sem forseti framreiddi.

Fundurinn var haldinn kl. 12:00 í sól og blíðu.

Jarþrúður Ólafsdóttir flutti erindi byggt á lokaritgerð frá útskrift hennar frá Kennaraháskóla Íslands 1984. Fjallaði hún um uppeldislegt gildi þjóðsagna, og ritverk Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara, en í lundinum er minnisvarði um Sigfús og þar af kemur nafnið.

I-Sigfusarlundi-2
Forseti, Anna Sigríður Karlsdóttir setur fundinn.

I-Sigfusarlundi-3
Félagar hlýða á forseta setja fundinn.

I-Sigfusarlundi-1
Félagar við minnisvarðann um Sigfús, fundaraðstaðan í baksýn.


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.