Fréttir

23.6.2011

Heimsókn að Finnsstaðaholti.


Heimsók á Finnsstaðaholt.

Pétur Behrens ,félagi í Rótarýklúbbi Héraðsbúa, bauð félögum til fundar í hesthúsi sínu á Finnstaðaholti  17. maí 2011.

 Pétur og Marietta, kona hans, sýndu hesthúsið og áfasta reiðskemmu, og sögðu frá byggingu húsanna og fyrirkomulagi.

Þar er nostrað við alla hluti

Hitalögn er í gólfum og góð loftræsting svo að þar er alltaf kjörhiti. Stíur eru rúmgóðar, ein fyrir hvern hest og í undirlag er notar kurl úr Hallormsstaðaskógi.

Pétur og Marietta rækta sín hross frá grunni og selja aðeins fulltamin hross, aðallega til Sviss.

Auk hestamennskunnar fást hjónin við listsköpun af ýmst tagi m.a. málaralist, bókagerð , þýðingar og hönnun gripa tengda hestamennsku.

Sýnishorn af þessu gátu félagar skoðað meðan þeir nutu veitinga í hesthúsinu.

Mariette-og-Petur-Behrens

Fyrir miðju: Marietta og Pétur Behrens.





Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.