Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð
Forsetaspistill
Félagar á bjargbrún við Skálanes..
Í haust, um mánaðarmótin ágúst-sept. bárust formanni þær fréttir frá Skálanesi, að þar væru gestir þrír Skotar, sem allir væru rótarýfélagar í klúbbum í Inverness í Skotlandi, og hefðu þeir áhuga á að mæta á fund til okkar.
Stjórn Rótarýklúbbs Héraðsbúa ákvað hins vegar í samráði við rekstraraðila á Skálanesi, að boða til fundar á Skálanesi, því að þangað höfðu sumir félagar aldrei komið. Ákveðið var að staðarhaldari Ólafur Örn Pétursson yrði með fyrirlestur um Skálanes, náttúruna , umhverfið og starfssemina þar.
Félagar úr Rótarýklúbbi Héraðsbúa ásamt mökum fóru á einkabílum út á Skálanes og áður en fundur hóst var gengið út á útsýnispall á bjargbrún og notið einsstaks útsýnis. Máltíð var borin fram að hætti heimamanna áður en fyrirlestur Ólafs hófst.
Að loknu erindi hófust frjálslegar umræður og Skotarnir drógu fram sinn þjóðardrykk eðal-Wisky ,og veittu ómælt, mörgum til mikillar ánægju.
Einnig fóru fram fánaskipti.
Þarna áttu Rótarýfélagar frá tveimur nágrannalöndum ánægjulega kvöldstund áður en Héraðsmenn héldu heim.
Skálanes er einkarekið náttúru og menningarsetur með aðsetur á 125 ha jörð með einkafriðlýsingu. Starfsemin miðast við að skapa stað þar sem íslenskt umhverfi og menning er rannsökuð og upplýsingum miðlað til allra áhugasamra gesta en jafnframt geti starfsemin verið öðrum fyrirmynd í umhverfisvænni ferðaþjónustu. Niðurstöður umhverfisvöktunar og rannsókna sem unnar eru á Skálanesi eru nýttar til upplýsingar allra áhugasamra gesta og nýtast einnig í öðrum rannsóknum hérlendis og erlendis.
Skálanes er opið daglega 15.05 - 15.09 Utan tímabils er einnig mögulegt að bóka þjónustu.
Hjálmar Jóelsson forseti Rkl. Héraðsbúaþ