Fréttir frá umdæmisstjóra
Kveðja frá fráfarandi umdæmissstjóra
Knúti Óskarssyni
Kæru rótarýfélagar
Mér telst til enda þótt ekki hafi allir klúbbar svarað því kalli að samtals hafi verið greitt um 70.000 dollarar í sjóðin eða um 60 dollarar á hvern rótarýfélaga. Vil ég þakka sérstaklega þeim klúbbum og einstaklingum innan klúbba sem þetta gerðu.
Þá er að takast að koma nýrri vefsíðu í loftið, verkefni sem unnið hefur verið að í alllangan tíma. Nýja vefsíðan og nýja félagakerfið munu sjá dagsins ljós nú um mánaðarmótin.
Hér hef ég nefnt aðeins þrjú verkefni af fjölmörgum sem unnið var að á árinu.
Ég vil færa ykkur kæru rótarýfélagar, nefndum og embættismönnum umdæmisins, umdæmisráði, aðstoðarumdæmisstjórunum mínum og skrifstofustjóra kærar þakkir fyrir ánægjulegt ár og frábært samstarf. Við Guðný höfum eignast marga góða vini í starfi okkar fyrir Rótarý á árinu, bæði innanlands og utan. Fyrir það erum við þakklát og skil ég við starfið með þakklæti og virðingu fyrir Rótarý og þeim gildum sem Rótarýhreyfingin stendur fyrir.
Ég vil óska viðtakandi umdæmisstjóra Garðari Eiríkssyni og eiginkonu hanns Önnu Vilhjálmsdóttur til hamingju og velfarnaðar í þessu mikla og ánægjulega verkefni starfsárið 2018-2019.
Kærar rótarýkveðjur,
Knútur Óskarsson,
umdæmisstjóri 2017-2018
Ps.: Ég vil nota þetta tækifæri til aðkoma til ykkar orðsendingu um nýjasta tölublað Rotary Norden:
Nýjasta blaðið:
http://epaper.hansaprint.fi/rotary/rot18_04/
Eldri blöð:
http://epaper.hansaprint.fi/rotary/rotarynorden.html
Rotary Norden app fyrir apple:
https://itunes.apple.com/us/app/rotary-norden/id945979147?mt=8
Rotary norden app google play store:
https://play.google.com/store/apps/details?id=dk.rotarynorden.reader&hl=en_US