Knútur Óskarsson | umdæmisstjóri 2017-18 | sími 820 8118 | umdstjori@rotary.is

JÚNÍ 2018

Fréttir frá umdæmisstjóra

Kveðja frá fráfarandi umdæmissstjóra

Knúti Óskarssyni

28.6.2018

Kæru rótarýfélagar


Tíminn líður hratt og senn er Rótarýárið liðið.
Ég vil þakka ykkur, kæru vinir í Rótarý, fyrir samferðina á þessu viðburðarríka ári. Sérstaklega fannst okkur Guðnýju ánægjulegt að heimsækja klúbba landsins, hafa tækifæri til að eiga samtal við rótarýfélaga og kynnast mismunandi siðum og venjum í hverjum klúbbi. Því enginn klúbbur er eins.
Auk hefðbundinna starfa umdæmisstjóra  voru nokkur verkefni, sem ég vildi sérstaklega vinna að á starfsárinu og ég kynnti fyrir verðandi forsetum, riturum og gjaldkerum starfsársins 2017-2018 á fræðslumóti í Kópavogi  11. mars 2017 og í heimsóknum mínum til ykkar í haust.
Vildi ég snúa við þeirri þróun að rótarýfélögum hefur farið aðeins fækkandi undan farin ár bæði á Íslandi og öðrum vestrænum löndum. Þetta markmið náðist því rótarýfélögum fjölgaði lítillega á Íslandi á starfsárinu. Einnig mæltist ég til þess að einstakir klúbbar greiddu sem samsvaraði 50 dollara á mann í frjálsum framlögum til góðgerðarmála í Rótarýsjóðinn.

Mér telst til enda þótt ekki hafi allir klúbbar svarað því kalli að samtals hafi verið greitt um 70.000 dollarar í sjóðin eða um 60 dollarar á hvern rótarýfélaga. Vil ég þakka sérstaklega þeim klúbbum og einstaklingum innan klúbba sem þetta gerðu. 

Þá er að takast að koma nýrri vefsíðu í loftið, verkefni sem unnið hefur verið að í alllangan tíma. Nýja vefsíðan og nýja félagakerfið munu sjá dagsins ljós nú um mánaðarmótin. 

Hér hef ég nefnt  aðeins þrjú verkefni af fjölmörgum sem unnið var að á árinu.

Ég vil færa ykkur kæru rótarýfélagar, nefndum og embættismönnum umdæmisins, umdæmisráði, aðstoðarumdæmisstjórunum mínum og skrifstofustjóra kærar þakkir fyrir ánægjulegt ár og frábært samstarf. Við Guðný höfum eignast marga góða vini í starfi okkar fyrir Rótarý á árinu, bæði innanlands og utan. Fyrir það erum við þakklát og skil ég við starfið með þakklæti og virðingu fyrir Rótarý og þeim gildum sem Rótarýhreyfingin stendur fyrir.

Ég vil óska viðtakandi umdæmisstjóra  Garðari Eiríkssyni og eiginkonu hanns Önnu Vilhjálmsdóttur til hamingju og velfarnaðar í þessu mikla og ánægjulega verkefni starfsárið 2018-2019.

Kærar rótarýkveðjur,

Knútur Óskarsson,
umdæmisstjóri 2017-2018


Ps.: Ég vil nota þetta tækifæri til aðkoma til ykkar orðsendingu um nýjasta tölublað Rotary Norden:

Nýjasta blaðið:

http://epaper.hansaprint.fi/rotary/rot18_04/

Eldri blöð:

http://epaper.hansaprint.fi/rotary/rotarynorden.html

Rotary Norden app fyrir apple:

https://itunes.apple.com/us/app/rotary-norden/id945979147?mt=8

 Rotary norden app google play store:

https://play.google.com/store/apps/details?id=dk.rotarynorden.reader&hl=en_US




Fréttir
14.7.2018 Gott golfmót þrátt fyrir slæmt veður
13.6.2018 Afhending Paul Harris viðurkenningar
6.6.2018 Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2018
12.4.2018 Styrkir til tveggja ára háskólanáms í boði
11.3.2018 „Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra



Rótarýumdæmið á Íslandi
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík | sími 568 2233 | fax 568 2242 | rotary@rotary.is