Rótarýumdæmið
Samtök rótarýklúbba á Íslandi
Íslenska Rótarýumdæmið var stofnað 1. júlí 1946 en áður höfðu íslenskir rótarýklúbbar tilheyrt Danska Rótarýumdæminu og á stríðsárunum verið í beinum tengslum við Alþjóðahreyfingu Rótarý.
Í hverju rótarýumdæmi sameinast klúbbarnir undir merkjum Rótarý og starfa í samræmi við stjórnkerfi alþjóðhreyfingarinnar. Umdæmisstjóri, sem kosinn er til eins árs, er í raun alþjóðlegur embættismaður rótarýhreyfingarinnar sem hefur það hlutverk að liðsinna klúbbunum í starfi og hefur sér umdæmsráð til fulltingis. Umdæmisþing, sem umdæmisstjóri sér um með aðstoð síns heimaklúbbs, er svo stefnumótandi í starfi íslenska umdæmisins.