Fréttir
Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur og skógfræðingur
Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 18. maí 2017 verður Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur og skógfræðingur. Hann mun flytja erindið: Efasemdir um gagnsemi hugtaksins „Framandi ágengar tegundir“.
Aðalsteinn hefur verið fagmálastjóri Skógræktarinnar frá 2016 og er staðsettur að Mógilsá. Fagsvið hans snýr að skógerfðafræði og erfðavistfræði, þ.m.t. rannsóknir á tegundum, kvæmum og klónum trjátegunda. Einnig rannsóknir tengdar nýskógrækt. Hann er fulltrúi Íslands í norrænni og evrópskri samvinnu um skógræktarrannsóknir; í framkvæmdaráði Skógræktar ríkisins, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands.
Hann er einnig sýna okkur myndir úr Straumshrauni sem tengjast efninu.