Fánasafn klúbbsins
Fánar sem klúbbnum hafa áskotnast
Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hefur áskotnast fjöldi fána annarra rótarýklúbba frá stofnun klúbbsins. Einnig á klúbburinn nokkra af einkennisfánum alþjóðaforseta Rotary International. Erlendir rótarýfélagar sem koma sem gestir á fundi klúbbsins afhenda gjarnan fána síns klúbbs. Í staðinn fá þeir fána Miðborgarklúbbsins. Svipað gerist þegar félagar í Miðborgarklúbbnum heimsækja rótarýklúbba erlendis. Þeir koma til baka með fána klúbbsins sem þeir heimsóttu og afhenda hann Miðborgarklúbbnum til eignar og varðveislu.
Allir fánar í eigu Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg hafa verið tölvuskannaðir. Hér á síðunni eru þeir flokkaðir eftir heimsálfum, löndum og fylkjum þar sem við á.