Fréttir

2.6.2014

Stutt við Laugarás

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær gaf borðtennisborð

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur undanfarin tvö ár stutt við Laugarásinn sem er hluti af geðsviði Landspítala.
Endurhæfing LR eða Laugarásinn er deild á geðsviði Landspítalans sem býður upp á sérhæfða meðferð og endurhæfingu fyrir unga einstaklinga, á aldrinum 18-25 ára, með byrjandi geðrofssjúkdóm.

Unnið er eftir gagnreyndu meðferðarmódeli um snemm-íhlutun í þróun geðrofssjúkdóms – „Early Intervention in First Episode Psychosis“.
Megin þungi starfseminnar er dagdeild og þangað sækja í dag 50 – 60 einstaklingar þjónustu og til viðbótar eru 7 einstaklingar í sólarhringsdvöl.
Á síðasta ári færði klúbburinn deildinni vatnsdrykkjartæki, og í ár fékk deildin vandað borðtennisborð frá klúbbnum.

Myndin var tekin þegar borðtennisborðið var afhent, en á myndinni eru frá vínstri, Nanna Briem, Halldóra Friðgerður Víðisdóttir og Magnús Ólafsson, en þau starfa öll við Laugarásinn.  Þá koma Erlendur Hjaltason, forseti Rótarýklúbbs Reykjavík-Austurbær, Ásta Bjarnadóttir, fyrrverandi forseti og Sigurbjörg Sverrisdóttir ritari klúbbsins.