Fréttir

8.7.2011

Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær-Stjórnarskipti 7. júlí 2011 

073

Skýrsla Kolbrúnar Baldursdóttur, forseta 2010-2011

Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær
Stjórnarskipti 7. júlí 2011
Skýrsla Kolbrúnar Baldursdóttur, forseta 2010-2011

Kæru félagar mínir. Þetta starfsár hefur verið afar viðburðarríkt og mun ég fara yfir  helstu atriði og viðburði sem áttu sér stað á árinu.

Starfsárið hófst með tveimur netfundum,  8. júlí og 5. ágúst. Á þeim fyrri var mæting mjög viðunandi og á síðari tæp var hún 70% sem var framúrskarandi miða við árstíma.2080

Fyrirlestraefnin á starfsárinu
Um fyrirlestra í ágúst sáStarfsþjónustunefnd undir forystu Sigríðar Olgeirsdóttur. Með henni í nefndinni voru: Geir Magnússon, Geir Þ. Zoega og Óskar H. Gunnarsson.

Fyrirlesari á fyrsa fundi eftir sumarfrí, 12. ágúst var Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri DataMarket og kynnti hann nýjar leiðir við söfnun og miðlun tölfræðilegra upplýsinga.

19. ágúst ræddi Ólafur Egilsson fv. sendiherra við okkur um samskipti Íslands og Kína.

26. ágúst kom Dr.  Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur og deildarstjóri Umhverfisstofu VERKÍSog talaði um íslenska Gæsastofninn.


3079Um fyrirlestra í september sá Alþjóðanefnd undir forystu Gunnars Rafns Birgissonar. Í nefndinni voru auk hans: Björn Dagbjartsson, Ragnhildur Hjaltadóttir og Höskuldur Ólafsson.

 2. september komu þeir félagar Hjálmar Guðmarsson og Dagbjartur Brynjarsson og sögðu fra björgunarleiðangri Íslensku björgunarsveitarinnar til Haiti.

9. september ræddi Jón Ásbergsson, framkvæmdarstjóri Íslandsstofu um stofnunina og málum henni tengd.

16. september fjallaði Jón Baldur Lorange um frá Bændasamtökunum um WorldFengur – upprunaættbók íslenska hestsins.

23. september fjallaði Pétur Mack flugumferðarstjóri um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á flug til og frá Íslandi.

30. september fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir um starfsemi Ferðamálastofu.


1087Í október tók Þjóðmálanefnd við undir forystu Lárusar Elíassonar. Í nefndinni voru auk Lárusar: Stefanía Óskarsdóttir, Páll T. Önundarsson, Hörður Bjarnason og Ágúst Valfells.

7. október fjallaði Dr. Guðrún Pétursdóttir um nýju stjórnarskránna, ferlið og væntingar til hennar.

14. október ræddi Dr. Vilhjálmur Árnason, prófessor um tímabilið í kringum hrunið og nefndist erindi hans Spuni og Skoðanamyndun á Íslandi í aðdraganda falls bankanna.

21. október kom Heiða B. Heiðarsdóttir og sagði okkur frá  tilurð Appelsínugulu hreyfingarinnar.

28. október fjallaði  Dr. Páll T. Önundarson, félagi okkar og prófessor um Bráðahvítblæði og íslenskt samfélagsmein.


StjornarskiptiÍ nóvember tók Félagavalsnefnd við undir forystu Jóns Stefánssonar. Í nefndinni voru auk hans: Erna Gísladóttir, Ágúst Jóhannesson, Árni Árnason, Ásta Bjarnadóttir og Guðrún Pétursdóttir.

4. nóvember komu Ólafur Ingibergsson og Björk Hólm sem starfað hefur undir leiðsögn Valdimars Tr. Hafstein dósents í þjóðfræði og sýndu stuttmyndir sem þau unnu m.a. sem  lokaverkefni um íslenska þjóðbúninginni.

11. nóvember heimsótti umdæmisstjóri Margrét Friðriksdóttir klúbbinn.

18. nóvember sagði Guðni Th. Jóhannesson frá bók sinni um Gunnar Thoroddsen og las valda kafla úr henni.

25. nóvember kom Herdís Egilsdóttir, kennari og ræddi um kennslu og uppeldisaðferðir ásamt  því að segja frá starfi sínu sem kennari í Ísaksskóla.


Í desember tók Klúbbþjónustunefnd við, þeir Runólfur Þórðarson, formaður,  Jón Reynir Magnússon, Ólafur Þ Stephensen, Katrín Olga Jóhannessdóttir, Þorvarður Elísson og Anna Lilja Gunnarsdóttir.

2. desember var haldið klúbbþing. Ný sérlög voru kynnt og borin upp til samþykktar. Innri mál klúbbsins voru  jafnframt rædd.

9. desember kom Páll Theódórsson eðlisfræðingur og sagði frá rannsóknum sínum á tímatali landnáms Íslands

16. desember var haldinn jólafundur. Meðal dagskrárliða var hugvekja flutt af félaga okkar Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti.  Gunnar Hersveinn, rithöfundur las úr bók sinni um Þjóðargildin og Gradualé kórinn mætt að venju undir stjórn Jóns Stefánssonar og flutti nokkur jólalög. Mæting var góð og  fundurinn afar hátíðlegur og skemmtilegur.


Janúarnefndina skipuðu Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður,  Högni Óskarsson, Sigurður Snævarr, Lárus Jónsson og Arnbjörn Kristinsson.

6. janúar kom  Gerður Kristný, rithöfundur og talaði hún um hvernig það væri að lifa skáldalífi.

13. janúar kom Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Hans innlegg nefndist „Landspítali í skugga niðurskurðar“.

20. janúar hélt  félagi okkar Sigurður Arnarson starfsgreinarerindi sitt

27. janúar – fengum við innsýn í vatnsaflið en þá mætti til okkar Bjarni Bjarnason, fostjóri Landsvirkjunar Power og flutti erindi sem hann nefndi Vatnsaflið og heimurinn


Nefnd sem annaðist um val og skipulagningu dagskrár í febrúar var Gestanefnd undir stjórn Finnboga Jónssonar.  Auk hans sátu í nefndinni: Sigurbjörg Sverrisdóttir, Magnús E. Kristinsson og Sólon Sigurðsson.

3. febrúar gerði Finnbogi Jónsson grein fyrir starfsemi Framtakssjóðs Íslands

10. febrúar kom Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og talaði um Heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi.

17. febrúar ræddi  Jón Axel Ólafsson við okkur um rafbækur.

25. febrúar mætti Jóhannes Þórðarson, deildarforseti hönnunar og arkitekturdeildar Listháskóla Íslands og ræddi um Menningarstefnu í mannvirkjagerð, gæði og menntun.


Marsnefndin var Laganefnd undir stjórn Hildar Dungal. Í nefndinni sátu auk hennar lögmennirnir Helgi Jóhannesson, Ari Edwald, Bragi Steinarsson og Gunnar Hafsteinsson.

3. mars kom Egill B. Hreinsson, prófessor  og ræddi um Hljóðfæraleik á skemmtiferðarskipi.

10. mars hélt  félagi okkar Einar Mantyla, verkefna-  og hugverkastjóri ORF starfsgreinarerindi sitt.

17. mars hélt Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands erindi sem nefndist Nýtt starfsumhverfi SinfóníuhljómsveitarÍslands og ungt tónlistarfólk.

24. mars kom Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja og sagði  frá upplifun sinni og reynslu af því að vinna úr þeim málum sem upp hafa komið í kjölfar bankahruns. Um var að ræða nokkurs konar reynslusögu stjórnarformanns hjá íslensku fyrirtæki í kjölfar bankahruns.


Tækninefndin annaðist skipulagningu fyrirlestra í apríl en formaður hennar var Benedikt Olgeirsson. Í nefndinni sátu auk hans Pétur Guðfinnsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon.

7. apríl hélt Hlín Agnarsdóttir sitt starfsgreinarerindi.

14. apríl kom Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Hörpunnar, Ago ehf og ræddi um Dagskrármál Hörpunnar.

28. apríl kom Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar. Erindi hans hét Þróun Landsvirkjunnar í markaðs- og rekstrardrifið félag.


Í maí tók Samstarfsnefndin við undir forystu Gísla Hjálmtýssonar. Í henni sátu auk hans, Ólafur B. Thors, Tómas Helgason og Tryggvi Pálsson.

5. maí ræddi Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ og fyrrverandi landlæknir um verkefni Rótarýklúbbs Reykjavíkur í Malawi. Erindi hans nefndist „Mennt og máttur í Malawi“

12. maí sagði Tryggvi Pálsson frá ferð Rótarýfélaga til Indlands í febrúar sl.

19. maí flutti Margrét Jónsdóttir Njarðvík starfssgreinarerindi sitt.

27. maí kom Emil Grímsson, forstjóri Arctic Trucks og talaði um félagið og ævintýraferðir.

Í júní var síðan komið að Ferðanefnd sem Una Eyþórsdóttir hélt utan um. Í henni sátu auk Unu, Sigurður Helgason, Guðni A. Jóhannesson og Erlendur Hjaltason.

9. júní hélt Valborg Elsa Haraldsdóttir starfsgreinarerindi sitt.

16. júní kom Árelía Eydís Guðmundsdóttir og kynnti bók sína „ Á réttri hillu – leiði til meiri hamingju í lífi og starfi“.

23. júní ræddi Ársæll Harðarson frá Icelandair um þróun markaðar hjá Icelandair.

30. júní fóru fram umdæmisstjóraskipti. Fundurinn var tileinkaður umdæmisþingi sem verður í október næstkomandi.

Nú kæru félagar 7. júlí fara fram stjórnarskipti.

_________________________________________________________________

Ég vil þakka  þeim sem lögðu leið sína á fundi Rótarýklúbbs Reykjavík Austurbær og fluttu fyrirlestra. Við sem á þá hlýddu erum sannarlega fróðari um þau fjölmörgu málefni sem hér hafa verið flutt á skemmtilegan og líflegan hátt.

Formönnum nefnda eru færðar bestu þakkir fyrir að halda utan um nefndir sínar og allir þeir sem lögðu hönd á plóg við skipulagningu og val á fyrirlestri er hér með þakkað.  Á fundum hefur sannarlega engum leiðst enda allir þessari fyrirlestrar hver öðrum áhugaverðari og fluttir með einkar líflegum hætti.
_________________________________________________________________

Breytingar
Í örfáum orðum langar mig nú að nefna félaga sem horfið hafa úr klúbbnum síðustu 2 árin og félaga, núverandi og fyrrverandi, sem látist hafa á starfsárinu.

Þeir sem hafa sagt sig úr klúbbnum vegna sérstakra anna eða flutnings erlendis eru:
Margrét Kristmannsdóttir
Hulda Gunnlaugsdóttir
Ragnhildur Arnljótsdóttir
Bogi Pálsson

Í leyfi var:
Hulda Dóra Styrmisdóttir
________________________________________

Á árinu létust fjórir félagar:

Kristján Gunnarsson lést 30. ágúst 2010. Hann var einn af stofnendum klúbbsins og var félagi í yfir 40 ár.

Jón Bragi Bjarnason lést 3ja janúar 2011. Hann gekk í klúbbinn 1998.

Þórður Friðjónsson lést 8. febrúar 2011. Hann gekk í klúbbinn 1990 og var félagi um 10 ára skeið.

Zóphanías Pálsson lést 15. maí á 96. aldursári. Hann  var einn af stofnendum klúbbsins og var virkur félagi meðan kraftar leyfðu.
__________________________________________________________

Tíu nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn á árinu, tvær karlar og átta konur:
Einar Mäntylä, rannsókna & hugverkastjóri hjá Orf
Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kársnesi
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur
Margrét Jónsdóttir, dósent og forstöðumaður alþjóðasviðs HR
Valborg Elsa Haraldsdóttir, framkvæmdarstjóri og frumkvöðull á sviði hártísku
Helga Gottfreðsdóttir, ljósmóðir og dósent í Ljósmóðurfræðum við HÍ
Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi og dósent í Félagsráðgjöf við HÍ
Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Kristín Jónsdóttir, sagnfræðingur og fyrrv. skrifstofustjóri

Viðburðir
Skemmtinefnd hélt utan um tvo helstu viðburði ársins, berjaferðina og jólafundinn. Formaður nefndarinn var Svanhildur Konráðsdóttir.  Auk hennar í nefndinni voru: Bergþór Pálsson, Gyða Björnsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson og Þórður Sverrisson.

Hin árlega berjaferð var farin  laugardaginn 25. september.  Ferðin var fjölmenn og sérlega ánægjuleg í alla staði. Harpan var meðal þeirra staða sem heimsóttur var. Þar sungu Bergþór og Diddú við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Kvöldverður var snæddur í Viðey.

Á jólafundinn hef ég nú þegar minnst sem einnig var fjölmennur. Skemmtinefnd annaðist allan undirbúning með miklum sóma.

Skemmtinefndinni eru færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Þeim tókst sannarlega að gleðja hjörtu okkar.

Félagar Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fögnuðu nýju ári, ásamt gestum sínum, með stórtónleikum Rótarý sem haldnir voru 7. janúar í Salnum, Kópavogi, að venju. Aðeins einir tónleikar voru haldnir að þessu sinni. Hvert sæti var skipað og voru tónleikarnir glæsilegir í alla staði.
Listamennirnir sem komu fram á tónleikunum voru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzo sópran og tónlistarmennirnir Jónas Ingimundarson, píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og Gunnar Kvaran, sellóleikari.

Styrkir og orðuveitingar
Paul Harris viðurkenning var veitt á fundi 10. febrúar. Hana hlaut að þessu sinni Runólfur Þórðarson. Runólfur er 13. félaginn í klúbbnum sem hlýtur þessa viðurkenningu. Honum eru þökkuð dyggileg störf í þágu hreyfingarinnar í yfir 40 ár.

Klúbburinn styrkti Barnaheimilið í Kimberley um 150 þúsund krónur. Safnað var að hluta til á félagsfundum. Félögum eru færðar þakkir fyrir örlæti sitt til stuðnings uppbyggingu samfélags þeirra sem eru minni máttar og eiga um sárt að binda.

Veitt var fé í  Rótarýsjóðinn að upphæð 1000 dollara.

Stjórnarfundir, nefndarfundir og önnur störf.
Stjórn fundaði mánaðarlega og með nefndum eftir atvikum. Það sem einkenndi starfsárið meðal annars var undirbúningur umdæmisþings en eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum er félagi okkarTryggvi Pálsson umdæmisstjóri næsta starfsár. Umdæmisþingið verður haldið á  Hótel Loftleiðum dagana 14. og 15. október. Hátíðarkvöldverður þingsins verður í Hörpunni. Framkvæmdarstjóri undirbúngshópsins er Hildur Dungal. All flestir félagar eiga sæti í undirbúningsnefndum. Nefndirnar hafa  fundað reglulega þar sem  lagðar hafa verið línur og hugmyndir þróaðar svo komandi þing geti verið hið sæmilegasta. Alþjóðarforsetinn næsta starfsár er frá  Indlandi og heitir Kalyan Banerjee. Hann hefur valið einkunarorðin  „Reech within to embrace humanity“ sem útlegst á Íslensku Mannúð í verki.

Nýjungar
Aðrar breytingar felast einna helst í grundvallarlögum Rótary en nú er Ungmennaþjónustan orðin 5. þjónustuleiðin.  September er sá mánuður sem tileinkaður er nýju þjónustuleiðinni og munu klúbbar verða hvattir til að gera henni sérstakri skil þennan mánuð með fjölbreyttum hætti.

Skiptinemar
 þessu sambandi er við hæfi að nefna að á stjórnarfundi 24. mars var ákveðið að klúbburinn myndi taka að sér að vera fósturklúbbur skiptinema. Eins og þið vitið þá hefur skiptinemaprógramm verið einn af grunnþáttum æskulýðsverkefna Rótarý á alþjóðavísu. Markmiðið er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.   Stúlkan sem klúbburinn styrkir heitir Anna Gréta Sigurðardóttir. Anna Gréta er nemi í MH og leggur stund á píanónám. Hún mun fara til Jacksonville Flórída í ágúst. Stúlkan sem kemur til Íslands er frá Brasilíu.  Við munum án efa vera boðin og búin að gera dvöl stúlkunnar frá Brasilíu sem ánægjulegasta hvert og eitt með þeim hætti sem okkur hentar. Klúbburinn mun standa straum af kostnaði samkvæmt reglum Rótarý.
________________________________________________________________

Ég við þakka ykkur öllum, nefndarformönnum og nefndarmönnum fyrir vinnu við val á fyrirlesurum á stjórnarárinu.

Bestu þakkir til skemmtinefndar sem annaðist undirbúning og skipulagningu berjaferðarinnar og jólafundarins en báðir þessir viðburðir verða án efa í minnum hafðir.

Og að lokum vil ég þakka fráfarandi stjórn, þeim Hannesi Guðmundssyni, David Pitt, Lárusi Jóhannessyni, Helga  Ágústssyni og Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fyrir afar ánægjulegt samstarf á stjórnarárinu.

Fyrir mig hefur þetta verið gott ár, annasamt og fullt af áhugaverðum verkefnum.  Að vera forseti Rótarýklúbbs er góð  og gefandi reynsla sem lifir með manni.  Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær er einkar ánægjulegur félagsskapur sem við getum öll verið stolt af.

Þá er komið að stjórnarskiptum. Stjórn 2011-2012 skipa þau:
Hannes Guðmundsson, forseti
Ásta Bjarnadóttir, verðandi forseti
Erna Gísladóttir, gjaldkeri
Lárus Elíasson, ritari
Ólafur Stephenssen, stallari.