Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri 2011-2012
Umdæmisstjóraskipti fóru fram á félagsfundi hjá Rótarýklúbbi Reykjavík Austurbær í gær 30. júní. Fjölmargir gestir komu á fundinn til að vera viðstaddir viðburðinn þar á meðal félagar frá Rótarýklúbbnum Borgum. Undirbúningur umdæmisþingsins gengur vel og taka all flestir félagar í Rótarýklúbbi Reykjavík Austurbær einhvern þátt í því. Hildur Dungal er framkvæmdarstjóri undirbúningshópsins og fór hún yfir helstu atriði í tengslum við fyrirhugað umdæmisþing. Nú liggur fyrir að hátíðarkvöldverðurinn verði í Hörpunni. Einnig er mökum boðið að taka fullan þátt í dagskránni.
Á næsta fundi 7. júlí munu fara fram stjórnarskipti. Hannes Guðmundsson er verðandi forseti.
Vonumst til að sjá sem flesta og gestir úr öðrum klúbbum eru ávallt velkomnir.