Áhugaverð dagskrá hjá Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbær í júní
Júnímánuður í Rótarýklúbbi Reykjavík Austurbær hófst með inntöku tveggja nýrra félaga þeim Kristínu Jónsdóttur, sagnfræðingi og fyrrv. skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra. Tíu nýir félagar hafa gengið í klúbbinn á þessu starfsári, 8 konur og 2 karlar.
Framundan er áhugaverð dagskrá.
16. júní mun Árelía Eydís Guðmundsdóttir kynna bókina sína Á réttrihillu - leiðin til meiri hamingju í lífi og starfi.
23. júní mun Ársæll Harðason hjá Icelandair tala um þróun markaðar hjá fyrirtækinu.
30. júní verða umdæmisstjóraskipti og umræða um undirbúning að umdæmisþinginu í haust. Verðandi umdæmisstjóri er Tryggvi Pálsson
Gestir úr öðrum klúbbum eru ávallt velkomnir á fundi hjá Rótarýklúbbi Reykjavík Austurbær. Fundir eru haldnir í Sunnusal, Radissonblu á fimmtudögum kl. 12:00 til 13:00