Fréttir

3.4.2011

Rótarý Reykjavík Austurbær styrkir skiptinema

Á stjórnarfundi 24. mars var ákveðið að klúbburinn verði fósturklúbbur (host club) skiptinema. Skiptinemaprógramm hefur ávallt verið einn af grunnþáttum æskulýðsverkefna Rótarý á alþjóðavísu. Það hefur verið siður að Rótarýklúbbur sem sendir ungmenni til langtímadvalar erlendis, tekur á móti öðru erlendu ungmenni og fóstrar það.

Stúlkan sem fer út á vegum Rótarýklúbbs Reykjavík Austurbær heitir Anna Gréta Sigurðardóttir, fædd 1994.  Anna Gréta er dóttir Sigurðar Flosasonar og Vilborgu Björnsdóttur. Anna Gréta er nemi í MH og leggur einnig stund á framhaldsnám í píanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Anna Gréta mun fara til Jacksonville, Flórída í ágúst. Stúlkan sem kemur á sama tíma til Íslands heitir Lia Veissid Sassone og er fædd 1995. Hún kemur frá Brasilíu. Félagar munu að sjálfsögðu kappkosta að gera Liu dvölina ánægjulega.