Fréttir
Yfir 90 prósent mæting á félagsfundi Rótarýklúbbs Reykjavík-Austurbær 13. janúar
Mæting á félagsfundi Rótarýklúbbs Reykjavík-Austurbær hefur verið með ágætum í nokkurn tíma. Á fundi 13. janúar var þétt setið. Áhugaverður fyrirlestur var að vanda. Björn Zoéga framkvæmdarstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss ræddi um Landspítalann í skugga niðurskurðar.
Erindið var afar áhugavert. Stórkostlegur árangur hefur náðst í að hagræða og endurskipuleggja reksturinn og hafa fjölmargir starfsmenn lagt hönd á plóg með því að koma með hugmyndir til sparnaðar. Niðurskurðurinn hefur vissulega verið sársaukafullur og þá einna helst þeim sem hafa misst vinnu sína vegna sparnaðarins.
Erindið var afar áhugavert. Stórkostlegur árangur hefur náðst í að hagræða og endurskipuleggja reksturinn og hafa fjölmargir starfsmenn lagt hönd á plóg með því að koma með hugmyndir til sparnaðar. Niðurskurðurinn hefur vissulega verið sársaukafullur og þá einna helst þeim sem hafa misst vinnu sína vegna sparnaðarins.