Stórskemmtilegur og fjölmennur jólafundur í Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbæ
Það voru tæplega 80 manns sem áttu saman hátíðlega stund á jólafundi Rótarýklúbbs Reykjavík-Austurbær. Fundurinn hófst með því að Graduale kórinn undur stjórn Jóns Stefánssonar söng jólalög. Gunnar Hersveinn las úr bók sinni Þjóðgildin og séra Sigurður Arnarson félagi í klúbbnum flutti hugvekju. Skemmtinefndin hafði útbúið sérlega skemmtilegt borðskraut sem fól í sér möguleika á happdrættisvinningi. Möndlugjöfina, 3ja rétta máltíð á Skrúð fékk Karen Axelsdóttir, tengdadóttir Tryggva Pálssonar en hún var meðal gesta ásamt syninum Gunnari.
Ég vil færa öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera jólafundinn svo vel heppnaðan sem raun bar vitni mínar bestu þakkir.
Gleðilega jólahátíð félagar nær og fjær. Megi nýtt ár færa ykkur og fjölskyldum ykkar farsæld og frið.