Fréttir

5.12.2010

Jólafundurinn 16. desember.

Jólafundur Rótarýklúbbs Reykjavík Austurbær verður haldinn að kvöldi til 16. desember. Mikill hátíðarblær er venjulega á jólafundi klúbbsins. Félagar og makar mæta prúðbúin í Sunnusal en húsið opnar kl. 18.30.

Nú þegar hafa tæplega 80 manns skráð sig. Boðið verður upp á hefðbundinn jólamat, hangikjöt og rifjasteik.

Skemmtiatriði verða ekki af verra taginu enda í skemmtinefnd einvala lið undir forystu Svanhildar Konráðsdóttur.

Meðal þess sem boðið verður upp á er hugvekja sem félagi í klúbbnum séra Sigurður Arnarsson, prestur í Kársnessókn mun flytja.
 
Kór Langholtsskirkju, undir stjórn félaga í klúbbnum, Jóns Stefánssonar syngur að venju nokkur lög.