Fréttir

17.10.2010

65. Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi að baki

Afar metnaðarfullu og glæsilegu umdæmisþingi er nú lokið en það var haldið í Salnum í Kópavogi og í Menntaskólanum í Kópavogi helgina 15. og 16. október.


Umdæmisstjóri, Margrét Friðriksdóttir og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi eiga heiður skilinn fyrir hversu vel var staðið að þinginu í alla staði.

Verðandi umdæmisstjóri er félagi okkar Tryggvi Pálsson. Nú reynir á okkur félaga í Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbæ að standa að baki Tryggva við undirbúning umdæmisþingsins sem haldið verður næsta haust.

Með samhentu átaki getum við lagt drög að glæsilegri og vandaðri dagskrá þar sem hæfni og færni félaga í Rótarýklúbbi Reykjavík Austurbæ fær notið sín til fulls.