Fréttir
Spennandi Berjaferð handan við hornið
Hin árlega haustferð Rótarýklúbbs Reykjavík Austurbæ er fyrirhuguð 25. september. Mökum er ávallt boðið með í þessar ferðir sem kallaðar hafa verið Berjaferðir. Dagskrá væntanlegrar ferðar er ekki af lakara taginu enda enginn annar í forsvari en Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Með henni í undirbúningsstarfinu eru þau Bergþór Pálsson, Gyða Björnsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson og Þórður Sverrisson. Nú þegar hafa 40 félagar skráð sig.
Lagt verður af stað frá Skarfabakka. Meðal þess sem er á dagskrá er heimsókn á Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum og Gvendarbrunnar - vatnsból Reykvíkinga skoðaðir. Margt fleira skemmtilegt verður gert þennan dag sem lýkur með kvöldverði í Viðeyjarstofu.
Lagt verður af stað frá Skarfabakka. Meðal þess sem er á dagskrá er heimsókn á Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum og Gvendarbrunnar - vatnsból Reykvíkinga skoðaðir. Margt fleira skemmtilegt verður gert þennan dag sem lýkur með kvöldverði í Viðeyjarstofu.