Fréttir
Berjaferð 25. september í Rótarýklúbbi Reykjavík - Austurbæ
Fyrirhugað er hjá Rótarýklúbbi Reykjavík - Austurbæ að fara í hina árlegu berjaferð laugardaginn 25. september. Skemmtinefnd undir forystu Svanhildar Konráðsdóttur hefur lofað að ferðin verði fróðleg, spennandi og skemmtileg. Stjórnin hvetur til að félagar ásamt mökum fjölmenni í berjaferðina. Hér er um að ræða einkar hentugt tækifæri til að hrista hópinn saman og kynnast mökum félaga enn betur.