Fréttir

7.9.2012

Skiptinemi frá Bandaríkjunum

Scott Fletcher fyrsti fundur

Við í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar höfum fengið nýjan skiptinema sem heitir Scott Fletcher og er frá Bandaríkjunum. Hann kom á fund til okkar sl. þriðjudag og vakti mikla hrifningu því hann hefur náð mjög góðum tökum á íslensku á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hér. Meðfylgjandi mynd er af honum og Sigríði Johnsen, forseta. Við í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar bjóðum Scott hjartanlega velkominn til Íslands og vonum að dvöl hans verði lærdómsrík og ánægjuleg.