Fréttir

30.5.2012

Skiptineminn okkar útskrifast frá FMOS

FMOS_Anna útskrifastLaugardaginn 26. maí var brautskráð í fyrsta sinni frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Á þessum merku tímamótum glöddumst við í Rkl. Mosfellssveitar með þeim en við áttum einn af útskriftarnemunum, gestastúdentinn Önnu Christine Habben frá Þýskalandi (sjá fleiri myndir í greininni).

Laugardaginn 26. maí var brautskráning í fyrsta sinni frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og voru 5 nýstúdentar brautskráðir og 1 gestastútent sem var Anna okkar Habben.  Brautskráningin var afar falleg og öllum til sóma, líka Rótarýklúbbnum okkar því forseti vor Knútur Óskarsson flutti stutt og gott ávarp og þakkir fyrir samstarfið varðandi veru Önnu í FMOS. Einnig óskir um farsæld og bjarta framtíð í skólasstarfi FMOS.

Að lokinni athöfninni buðu Lovísa og Ámundi svo fjölskyldu og vinum í kaffi eftir athöfnina. Einnig voru viðstödd föðursystir Önnu og hennar maður en foreldrar hennar komu í heimsókn í apríl.

 

FMOS_Anna útskrifast

Anna Christine Habben tekur á móti brautskráningarskírteininu sínu frá FMOS.

 

FMOS_Knútur

Knútur Óskarsson forseti Rkl. Mosfellssveitar afhendir Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara fána rótarýklúbbsins.

 

FMOS_Anna með Lovísu, Knúti og Ámunda

Að athöfn lokinni. Frá vinstri: Knútur Óskarsson forseti, Anna Christine, Lovísa og Ámundi.