Fréttir
Anna Christine Habben skiptinemi
Í vetur hefur Anna Christine Habben skiptinemi frá Þýskalandi dvalið hjá okkur í Rkl. Mosfellsveitar og lagt stund á nám í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS). Hún hefur verið hjá þremur rótarýfjölskyldum. Fyrst hjá þeim Hafbergi og Jóhönnu, síðan hjá Ástu Björgu og Andrési og nú dvelur hún hjá Lovísu og Ámunda. Anna hefur heillað okkur öll með ljúfri og yndislegri framkomu.