Fréttir

12.10.2011

30 ára afmælisferð til Frakklands

Félagar úr Rótarýklúbb Mosfellssveitar héldu af stað í afmælisferð til Frakklands í morgun 12. október 2011.

Félagar úr Rótarýklúbb Mosfellssveitar héldu af stað í afmælisferð til Frakklands í morgun 12. október 2011. Ferðin verður frá 12.-16. október og er ætlunin að heimsækja vínræktarhéruð og söguslóðir í Frakklandi undir leiðsögn heimamanns og rótarýfélaga úr klúbbnum okkar. Ætlunin er að halda Rótarýfund og snæða hátíðarafmæliskvöldverð saman. Þetta verður sannkölluð ævintýraferð og verður gaman að heyra ferðasöguna þegar heim verður komið.