Lög klúbbsins

Lög klúbbsins

Sérlög Rótarýklúbbs Akraness, stofnaður 29. nóvember 1947.

 

Sérlög Rótarýklúbbs Akraness

 

1. kafli Nafn og starfssvæði

1. gr.

Nafn klúbbsins er Rótarýklúbbur Akraness. Starfs­svæði hans er Akranes og nágranna­byggð­ar­lög.

 

2. kafli Stjórn

2. gr.

Stjórn klúbbsins skipa sex félagar: Forseti, fráfarandi forseti, ritari, gjaldkeri, stallari og viðtakandi forseti.

Viðtakandi forseti, ritari, gjaldkeri og stallari eru kjörnir til eins árs. Skal hver stjórnarmaður kosinn sérstaklega, í þeirri röð sem að framan greinir.

Við stjórnarkjör er viðtakandi forseti sjálfkjörinn í embætti forseta og forseti sjálfkjörinn í embætti fráfar­andi for­seta. Þessir tveir hafa því ekki kjörgengi í önnur embætti í stjórn klúbbsins.

Um tilhögun á kjöri stjórnar fer samkvæmt nánari fyrir­mælum í 3. gr.

 3. gr.

Á fundi í nóvembermánuði er óskað eftir tilnefningu fé­laga til stjórnarkjörs. Tilnefning skal vera skrifleg. Hver félagi má tilnefna einn félaga i hvert embætti.

Stjórnin athugar allar tilnefningar og tilkynnir á næsta fundi hverjir þrír félagar hafa hlotið flestar tilnefningar í hvert embætti og verða þeir í kjöri. Ef tveir eða fleiri eru jafnir í þriðja sæti skal hlutkesti ráða um hver hlýtur það sæti og verður í kjöri.

Stjórnarkjör fer fram á fyrsta reglulegum klúbbfundi í desember. Eru þrír í kjöri í hvert embætti og skal kosn­ing vera skrifleg. Sá er kosinn, er þá hlýtur flest atkvæði. Verði atkvæði jöfn skal kjósa bundinni kosningu um þá tvo er flest atkvæði fengu. Ef þrír hafa hlotið jöfn atkvæði, ræður hlutkesti um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir hljóta báðir jafna atkvæðatölu skal hlutkesti ráða. Ef aðeins eru tilnefndir tveir félagar í embætti, er kosið um þá og hlutkesti látið ráða ef atkvæði falla jöfn. Ef ein­ung­­is einn er tilnefndur í embætti telst hann sjálfkjör­inn.

4. gr.

Á sama fundi sem stjórn er kosin skal kjósa tvo skoðun­ar­menn reikninga fyrir næsta starfsár og einn til vara, eftir tillögu forseta.

5. gr.

Ný stjórn tekur við störfum á fyrsta klúbbfundi í júlí­mán­­­uði. Stjórnin skal í byrjun hvers starfsárs semja fjár­hags­áætl­un fyrir komandi starfsár og leggja hana fyrir félags­fund til sam­þykktar eigi síðar en á síð­asta fundi í ágúst. Gjöld klúbbsins mega ekki fara fram úr þeirri áætl­un nema samþykki félags­fundar komi til.

6. gr.

Í forföllum aðalmanns sinnir fyrirrennari aðalmanns starf­inu og sé hann ekki heldur til taks, tekur sá sem gegndi embættinu þar á undan við og þannig koll af kolli.

Forfallist stjórnarmaður varanlega á kjörtímabilinu skal, svo fljótt sem auðið er, nýr maður kjörinn til að gegna embætti hans til loka starfsársins.

7. gr.

Stjórnin fer fyrir klúbbnum og er ákvörðun henn­ar end­an­­leg í öllum klúbbmálum. Slíkri ákvörðun má vísa til klúbbfundar. Sé ákvörðun vísað til klúbbfundar fellur hún því aðeins úr gildi að tveir þriðju hlutar félaga á fundin­um séu henni mótfallnir og meirihluti klúbbfélaga sé mætt­ur á fundinum enda hafi ritari klúbbsins tilkynnt félög­um um málavöxtu a.m.k. 5 dögum fyrir fundinn. Niðurstaða fundarins er endanleg.


3. kafli Skyldur embættismanna

8. gr.

Forseti stjórnar fundum klúbbsins og stjórnar­fundum. Hann er málsvari klúbbsins og gegnir öðrum skyldum for­seta samkvæmt lögum og venjum.

Fráfarandi forseti gegnir skyldum forseta í for­föllum hans og sé hann einnig forfallaður gegnir næsti forseti þar á und­an embætti og svo fyrri forsetar hver af öðrum.

9. gr.

Viðtakandi forseti er kjörinn, sbr. ákvæði 2. og 3. gr., a.m.k. einu og hálfu ári áður en hann tekur við embætti forseta og á sæti í stjórn starfsárið áður en hann tekur við starfi hans. Verkefni hans í þeirri stjórn er að hefja undir­búning að því starfsári að höfðu samráði við forseta og verð­andi stjórnarmenn sem kjörnir verða til að sitja í stjórn með honum.

10. gr.

Ritari annast allar bréfaskriftir, heldur félaga­skrá, gjörða­­bók fyrir klúbbfundi og stjórnarfundi og sér um að gerð sé skýrsla um fundarsókn ein­stakra félaga. Hann gefur út staðfestingu um mæt­ingu félaga úr öðrum Rótarýklúbb­um á fund­um klúbbsins.

Fundargerð skal borin undir félagsmenn á klúbbfundi við fyrstu hentugleika. Heimilt er félögum að fá bætt um ef þeim þykir óná­kvæmt eða rangt bókað, eða eitt­hvað hafa niður fallið í bókun, er þeim þykir miklu skipta.

Ritari sendir skýrslur til Rotary International og umdæm­is­skrifstofu í samræmi við reglur og starfshætti alþjóða­hreyfingarinnar og íslenska Rótarýumdæmisins.

Að öðru leyti innir ritari af hendi þau störf sem forseti klúbbsins felur honum.

 11. gr.

Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld og sér um aðrar fjárreið­ur klúbbsins. Hann greiðir alla reikninga sem forseti árit­ar. Skal hann við lok starfsársins semja yfirlit um tekjur og gjöld klúbbsins á starfs­árinu og yfir eignir og skuldir. Skal reikn­ings­yfirlit þetta, áritað af stjórn og skoðunar­mönnum reikninga, lagt fram til afgreiðslu eigi síðar en á síðasta fundi í ágústmánuði. Ennfremur skal gert bráða­birgða­yfirlit um hag klúbbsins hvenær sem þess er óskað af stjórn klúbbsins.

Reikningsárið er frá 1. júlí til 30. júní.

Sjóði klúbbsins skal geyma í bankastofnun á Akranesi.

Að öðru leyti skal gjaldkeri leysa af hendi öll þau störf sem samkvæmt lögum og venjum varða embætti hans eða forseti felur honum.

12. gr.

Stallari sér um, að vel sé búið að félögum á fund­um og tekur á móti gestum. Hann fram­kvæmir öll þau störf er slíku embætti fylgja og forseti felur honum. Hann skal og fylgjast með og koma á framfæri kvörtunum og kröfum um úrbætur, ef ástæða þykir til.  

 

4. kafli Fundir

13. gr.

Reglulega fundi klúbbsins skal halda á hverjum mið­viku­­degi kl. 18:30 til 20:00. Þó getur stjórn klúbbsins, þegar nauðsyn krefur eða gildar ástæð­ur eru til, fært reglulegan fund til annars dags í sömu viku eða annars tíma á hinum venju­lega degi, eða jafnvel fellt niður venjulegan viku­fund. Slíkar breytingar skal tilkynna öllum félögum í tæka tíð.

 14. gr.

Aðalfund klúbbsins skal halda í júlí eða ágúst ár hvert. Frá­farandi forseti flytur þá ársskýrslu og gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoð­að­an ársreikning og efna­hagsreikning. Eitt eintak af reikningum og ársskýrslu skal varðveita í skjalasafni klúbbsins. Helstu atriða úr skýrslu stjórnar og ársreikningum skal getið í gjörðabók.

 15. gr.

Allir klúbbfundir eru ályktunarfærir í öllum mál­um þeg­ar meirihluti félaga er á fundi. Meiri­hluti atkvæða ræður í öllum málum nema annað sé ákveðið í lögum klúbbs­ins. (Sjá 7. gr. og 31. gr.)

 16. gr.

Halda skal stjórnarfund ef forseti eða tveir aðrir stjórnar­menn óska þess.

17. gr.

Stjórnarfundir eru ályktunarfærir ef þrír eru á fundi. Afl atkvæða ræður úrslitum. Atkvæði for­seta sker úr, ef atkvæði eru jöfn.

 

5. kafli
Klúbbgjöld

18. gr.

Um leið og klúbbstjórn leggur fram fjárhags­áætl­un í byrj­un starfsárs (sbr. 5. gr.) skal hún gera tillögur um árgjald klúbbfélaga. Stjórn skal einnig ákvarða innheimtu matar­gjalds.

 

6. kafli
Rótarýsjóðurinn

19. gr.

Árleg framlög til Rótarýsjóðsins (Rotary Found­ation) skulu vera annars vegar úr félagssjóði sam­kvæmt ákvörð­­un í fjárhagsáætlun en að öðru leyti frjáls framlög klúbb­félaga, annarra einstak­linga og fyrirtækja. Enn fremur má hvetja til aukinna framlaga til sjóðsins með heilla­kveðj­um, minningargjöfum og öðrum aðgerðum.

 

7. kafli
Nefndir

20. gr.

Viðtakandi forseti skal í samráði við meðstjórn­end­ur sína skipa eftirtaldar fjórar þjónustunefndir fyrir kom­andi starfs­ár: Klúbbþjónustunefnd, starfsgreina­nefnd, þjóð­málanefnd, alþjóðanefnd.

Á sama hátt skal hann skipa skemmtinefnd við upphaf starfsárs. Aðrar nefndir skipar viðtakandi forseti með sam­­þykki stjórnar sinnar eftir því sem tilefni eru til.

Heimilt er að sameina tvær nefndir í eina.

21. gr.

Helstu skyldur þjónustunefnda þeirra, er um ræðir í 20. gr., eru sem hér segir:

Klúbbþjónustunefnd skal sjá um að klúbb­félagar veiti fræðslu um starfsgrein sína til þess að félag­arnir fái skil­ið starf hvers annars, svo og þjónustuhlutverk það, sem hver um sig gegnir í þjóðfélaginu á hverjum tíma.

Starfsgreinanefnd heldur við skrá um starfsgreinar á starfssvæði klúbbsins sem talið er rétt að geti átt fulltrúa í klúbb­num svo og hverjar eigi þar fulltrúa þegar. Ef mikils­verðar starfsgreinar eiga ekki fulltrúa í klúbbnum skal nefndin benda stjórn og félögum á mikilvægi þess að fulltrúar fáist í þær.

Þjóðmálanefnd sér um að helstu mál bæjar­fé­lagsins og þjóðfélagsins verði jafnan kynnt félög­unum á fundum og leiðbeina eftir föngum um það á hvern hátt félagar geta best lagt málum þessum lið.

Alþjóðanefnd sér um fræðslu um viðhorf Rótarý til alþjóða­mála og á hvern hátt Rótarý­félagsskapurinn og félagar geta best stuðlað að og eflt velvild og gagn­kvæm­­an skilning þjóða á milli. Nefndin veitir erlendum Rótarý­félögum fyrirgreiðslu og formaður hennar skal, ásamt stallara, taka á móti erlendum gestum.

22. gr.

Nefndir skulu starfa eftir þeim reglum og leið­beiningum sem Rotary International setur eða lætur í té og sam­kvæmt því er forseti klúbbsins mælir fyrir um. Formaður hverrar nefndar stjórnar nefndarfundum og annast um fram­kvæmdir í þeim málum er nefndina varða.

 

8. kafli
Mætingarskylda

23. gr.

Félagi skal sækja reglulega fundi í klúbbnum.

Það telst einnig fundarsókn ef Rótarýfélagi:

1.  Sækir fund í öðrum klúbbi;

2.  Sækir fund í félagsskap á vegum Rótarý (t.d. Rotaract og Interact);

3.  Sækir allsherjarþing Rotary International eða aðrar gildar samkomur á vegum Rotary International eða umdæmisins eða annarra umdæma, svo sem umdæm­isþing, formót, svæðismót, svo og nefndarfundi á veg­­um umdæmisins;

4.  Mætir á réttum tíma á fundarstað annars klúbbs þótt sá klúbbur hafi fellt niður fund­inn;

5.  Er viðstaddur og tekur þátt í klúbbþjónustu­verkefni eða samfélagsviðburði sem klúbb­urinn stendur að eða fundi sem stjórnin hefur heimilað;

6.  Er viðstaddur stjórnarfund klúbbsins eða fund í nefnd sem hann þjónar í á vegum klúbbsins.

Ef félagi starfar um lengri tíma fjarri eigin klúbb­svæði ber honum að mæta í klúbbi á því svæði sem hann er á. Að öðru leyti vísast til grundvall­arlaga Rótarýklúbba um mæt­­­ing­ar­skyldu og mæt­ingarígildi.

 

9. kafli
Undanþága frá fundarsókn

24. gr.

Félagi getur fengið undanþágu frá fundarsókn:

Ef fjarvistirnar samræmast þeim skilyrðum sem stjórnin set­ur. Stjórnin getur undanþegið félaga frá mætingar­skyldu af ástæðum sem hún telur fullnægjandi.

Ef summa af aldri og félagsaðild félaga í einum eða fleiri Rótarýklúbbum er 85 ár eða meira og félaginn hefur ósk­að þess skriflega við ritara klúbbsins að vera undan­þeg­inn mætingarskyldu og óskin hefur hlotið samþykki stjórn­­ar.

 

10. kafli
Nýir félagar

25. gr.

Vilji félagi gera tillögu um val nýrrar starfs­grein­ar skal hann skýra forseta klúbbsins frá því. Forseti leggur tillög­­una fyrir stjórn klúbbsins.

Að undangenginni framangreindri málsmeðferð tilkynnir ritari félögum tillögu stjórnarinnar um val nýs félaga. Hafi forseta eigi borist andmæli frá fleiri en tveim klúbb­félögum gegn tillögu stjórnarinnar innan 10 daga frá dag­setningu tilkynn­ingarinnar skal hann bjóða þeim er hlut á að máli að gerast félagi í klúbbnum.

Nú flytur félagi í umdæmi klúbbsins, eða hefur starf þar, og hefur áður verið félagi í öðrum Rótarýklúbbi, skal þá stjórninni heimilt, að undangenginni venjulegri könnun um afstöðu félaga, að bjóða honum að verða félagi í klúbbn­um og síðan að kynna hann sem nýjan félaga án venjubundinnar inntökuathafnar.

Enginn félagi má utan klúbbsins skýra frá neinu er varðar tilnefningu eða atkvæðagreiðslu um inntöku í klúbbinn.

 

11. kafli
Heiðursfélagar

26. gr.

Heimilt skal klúbbnum að kjósa heiðursfélaga. Nær heim­ild þessi til félaga eða utanfélagsmanns sem með starfi sínu hefur, að dómi klúbbfélaga, skarað fram úr með ágætri þjónustu við eflingu hugsjóna Rótarý. Um val heiðursfélaga, réttindi þeirra og skyldur vísast til grund­vallar­laga Rótarý­klúbba.

 

12. kafli
Slit félagsaðildar

27. gr.

Um slit félagsaðildar vegna úrsagnar, brott­flutn­ings, van­rækslu á fundarsókn eða af öðrum ástæð­um, svo og máls­meðferð þar að lútandi, vísast til grundvallarlaga Rótarý­klúbba.

  

13. kafli
Ýmis ákvæði

28. gr.

Mál eða tillögur, sem fela í sér skuldbindingar fyrir klúbb­inn, skulu ekki bornar fram á fundi fyrr en stjórn klúbbsins hefur fjallað um þær. Komi slík mál fyrir á klúbbfundi án vitundar stjórnarinnar skal umræðulaust vísa þeim til hennar. Að lokinni athugun skal stjórnin leggja málið fyrir klúbbfund og ræður þá meirihluti atkvæða úrslitum þess.

29. gr.

Samskota má ekki leita og hjálparbeiðnir má ekki bera fram í klúbbnum eða á vegum hans nema með samþykki stjórnarinnar.

30. gr.

Stjórn klúbbsins setur reglur um fundarsköp. Skal í þeim stefnt að því að gera fundina aðlað­andi og sem ánægju­legasta fyrir félaga og gesti.

  

14. kafli
Lagabreytingar

31. gr.

Tillögur um lagabreytingar skulu vera skriflegar, og skal stjórnin senda öllum félögum þær a.m.k. einni viku áður en þær koma til umræðu. Hafa skal tvær umræður um breytingarnar.

Lagabreytingar öðlast gildi ef meirihluti klúbb­félaga er mættur á fundi við seinni umræðu og þær samþykktar með a.m.k. tveim þriðju atkvæða við­staddra félaga, enda séu þær í samræmi við grundvallarlög Rótarýklúbba og samþykktir Rotary International.

 32. gr.

Lög þessi eru byggð á gildandi grundvallar­lög­um Rótarý­­klúbba og öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi eldri lög klúbbsins.

 

Þessi sérlög Rotarýklúbbs Akraness voru samþykkt á fundi klúbbsins þann 20.maí 2009.


Innskráning:

Innskráning