Wilfrid J. Wilkinson er heimsforseti 2007-2008
Heimsforseti Rotary International er kosinn til eins árs. Hann er æðsti maður hreyfingarinnar árið sem hann situr.
Wilfrid J. Wilkinson, er einn stofnanda bókhaldsfyrirtækisins Wilkinson & Company. Hann vhefur unnið ýmis trúnaðar- og stjórnarstörf í sambandi við starf sitt. Hann er meðlimur fjöldra virtra samtaka og í stjórn sumra þeirra. Frá því hann fór á eftirlaun hefur hann þjónað sem stjórnarformaður í Quinte balletskólanum í Kanada. Hann situr í stjórn Morris Industries Ltd., og er formaður fjáröflunarnefndar Trenton Mermorial sjúkrahússins, formaður í Belleville Chesire sem er heimili fyrir fatlaða, umdæmisstjóri skáta og stjórnarmaður í Loyalist College svo eitthvað sé nefnt. Wilfried hefur verið rótarýfélagi frá árinu 1962. Hann hefur gegnt störfum forseta í eigin klúbbi, Rotary club of Trenton, Ontario. Hann hefur einnig verið varaforseti Rotary International, fjárvörslumaður Rótarýsjóðsins og umdæmisstjóri. Að auki hefur hann verið umræðustjórnandi á alþjóðaþingi og í stjórn nokkurra nefnda, m.a. þeirrar sem skipulagði alþjóðaþingið í Chicago 2005. Sem meðlimur í alþjóðlegu PolioPlus nefndinni, hefur Wilfried helgað sig því að útrýma lömunarveiki. Hann hefur tekið þátt í National Immunization Days í Kenýa, Tanzaníu og Indlandi auk þess sem hann hefur gefið bólefni börnum afganskra flóttamanna í Pakistan. Í Indlandi þjónaði hann sem Health, Hunger and Humanity Grants program sjálfboðaliði og hefur sinnt verkefnum í Suður-Afríku, Namibíu, Bretlandi, Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi auk margra staða í USA og Kanada. Hann hefur þegið nafnbótina Riddari af Kólumbus fyrir störf sín í þágu mannkyns. Árið 2001 var hann heiðraður af John Paul II páfa og fékk þá Pro Ecclesia et Pontifice orðuna. Hann hefur oft verið heiðraður fyrir störf sín í Rótar. Wilfrid hefur verið kvæntur konu sinni Joan frá árinu 1953 og eiga þau hjón fjóra syni og 8 barnabörn.
Forsetinn er með sérstaka myndasíðu sem gaman er að skoða
Wilfrid J. Wilkinson ásamt eiginkonu sinni, Joan á alþjóðaráðstefnu í San Diego.