Heimsforsetinn

27.3.2008

Wilfrid J. Wilkinson er heimsforseti 2007-2008

Heimsforseti Rotary International er kosinn til eins árs. Hann er æðsti maður hreyfingarinnar árið sem hann situr.

Rotary SharesEinkunnarorð Wilfrid J. Wilkinson eru "Farið og þjónið. Hjálpið og leiðbeinið í klúbbum ykkar, deilið með þeim styrk ykkar." "Go forth from here and serve. Help and guide your clubs, sharing with them your strengths."

Wilfrid J. WilkinsonWilfrid J. Wilkinson, er einn stofnanda bókhaldsfyrirtækisins Wilkinson & Company. Hann vhefur unnið ýmis trúnaðar- og stjórnarstörf í sambandi við starf sitt. Hann er meðlimur fjöldra virtra samtaka og í stjórn sumra þeirra. Frá því hann fór á eftirlaun hefur hann þjónað sem stjórnarformaður í Quinte balletskólanum í Kanada. Hann situr í stjórn Morris Industries Ltd., og er formaður fjáröflunarnefndar Trenton Mermorial sjúkrahússins, formaður í Belleville Chesire sem er heimili fyrir fatlaða, umdæmisstjóri skáta og stjórnarmaður í Loyalist College svo eitthvað sé nefnt. Wilfried hefur verið rótarýfélagi frá árinu 1962. Hann hefur gegnt störfum forseta í eigin klúbbi, Rotary club of Trenton, Ontario. Hann hefur einnig verið varaforseti Rotary International, fjárvörslumaður Rótarýsjóðsins og umdæmisstjóri. Að auki hefur hann verið umræðustjórnandi á alþjóðaþingi og í stjórn nokkurra nefnda, m.a. þeirrar sem skipulagði alþjóðaþingið í Chicago 2005. Sem meðlimur í alþjóðlegu PolioPlus nefndinni, hefur Wilfried helgað sig því að útrýma lömunarveiki. Hann hefur tekið þátt í National Immunization Days í Kenýa, Tanzaníu og Indlandi auk þess sem hann hefur gefið bólefni börnum afganskra flóttamanna í Pakistan. Í Indlandi þjónaði hann sem Health, Hunger and Humanity Grants program sjálfboðaliði og hefur sinnt verkefnum í Suður-Afríku, Namibíu, Bretlandi, Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi auk margra staða í USA og Kanada. Hann hefur þegið nafnbótina Riddari af Kólumbus fyrir störf sín í þágu mannkyns. Árið 2001 var hann heiðraður af John Paul II páfa og fékk þá Pro Ecclesia et Pontifice orðuna. Hann hefur oft verið heiðraður fyrir störf sín í Rótar. Wilfrid hefur verið kvæntur konu sinni Joan frá árinu 1953 og eiga þau hjón fjóra syni og 8 barnabörn. Wilfrid J. Wilkinson

Forsetinn er með sérstaka myndasíðu sem gaman er að skoða


Wilfrid J. Wilkinson ásamt eiginkonu sinni, Joan á alþjóðaráðstefnu í San Diego.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning