Heimsforsetinn

25.4.2008

Dong Kurn Lee, heimsforseti 2008-2009

Dong Kurn Lee, segir í viðtali við Vomce Aversano, ritstjóra The Rotarian að hann vilji í sinni stjórnartíð sjá enn betri árangur nást í baráttunni við lömunarveiki.

Dong Kurn Lee, segir í viðtali við Vomce Aversano, ritstjóra The Rotarian að hann vilji í sinni stjórnartíð sjá enn betri árangur nást í baráttunni við lömunarveiki. "Ég vildi líka geta sagt í lok ársins að barnadauði af ýmsum ástæðum væri minni en nú deyja um 30.000 börn yngri en 5 ára á hverjum einasta degi. Þessi staðreynd er vel kunn rótarýfélögum sem vita að oft er dauði barnanna af ástæðum sem vel væri hægt að koma fyrir. Stundum eru það mislingar, malaría eða lungnabólga. Stundum ekki flóknara mál en svo að það er ekki til nóg af vatni. Ég vil að heimurinn geri sér grein fyrir því að hörmungar af þessu tagi eru daglegt brauð, ekki bara einstaka atburður." Dong Kurn segir mikilvægt að muna hversu langt við erum komin og hvað þegar hefur verið gert. "Börn deyja ekki vegna bólusóttar lengur og brátt mun lömunarveiki heyra sögunni til," segir hann. "Mörg þeirra verkefna sem rótarýfélagar eru nú þegar að vinna snúa að því að útvega vatn, útrýma hungri og bæta heilsu. Að ógleymdu því stórverkefni að útrýma ólæsi. Öll þessi verkefni eru til góðs og ef við einbeitum okkur að því að bjarga börnum í gegnum þau öll, er ljóst að við munum ná miklum árangri."




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning