Fréttir

1.12.2017

Sögur af hundum og fleiri dýrum

Ástríður Grímsdóttir félagi í Rkl. Selfoss skrifaði fyrr á þessu ári bók með sögum af hundum og fleiri dýrum. Þessar sögur hafði hún samið og flutt fyrir elsta barnabarn sitt sem lést árið 2014. Sagan af Týra og Bimbó er gefin út af Ástríði og rennur allur ágóði af sölunni til góðgerðarfélaga sem aðstoða ungt fólk og þá sem þurfa að takast á við erfiðleika vegna fíknimála og sjálfsvígshugsana.

Ástríður las upp nokkrar sögur við góðan orðstí.