Guðjón Karl Reynisson fráfarandi forstjóri Hamleys leikfangaverslunarinnar
Guðjón Karl Reynisson var fyrirlesari á fundi Rkl. Selfoss 31. október þar sem hann fór í grófum dráttum yfir starfsferill sinn og hvernig hann var beðinn að taka að sér að vera forstjóri bresku leikfangaverslunarinnar Hamley´s. Þessi leikfangaverslun var stofnuð um 1860 og er staðsett á Regent Street í London. Guðjón sagði frá því verkefni sem við tók við að stækka fyrirtækið með leigusamningum við valda aðila vítt um heim og með hvaða hætti þeim hefur tekist að halda upplifun þeirra sem sækja heim Hamley´s verslanir. Mikil áhersla er lögð á upplifun í búðunum og sýndi Guðjón myndband af einni nýjustu versluninni þar sem börn og fullorðnir léku við hvurn sinn fingur. Nú hefur Guðjón söðlað um en situr áfram í stjórn félagsins. Guðjóni voru þakkað fróðlegt og afar upplýsandi erindi.