Fréttir
Sólveig B Sveinbjörnsdóttir friðarstyrksþegi Rótarý 2012-2013
Sólveig B Sveinbjörnsdóttir er ein þeirra 11 kvenna sem hlotið hafa friðarstyrk Rótarý til náms í friðarfræðum. Sólveig nam við háskóla í Árstralíu og hefur unnið að margvíslegum verkefnum t.d. á átakasvæðum og víðar þar sem þessi þekking nýtist henni til góðra verka. Nú starfar Sólveig sem verkefnastjóri við aðstoð flóttamanna sem búa í Árborg og Hveragerði og komið hafa hingað frá Sýrlandi.Sólveig hélt erindi um fjölbreytt störf sín og nám og ljóst að hún hefur víða komið við. Afar fróðlegt að kynnast lífshlaupi þessarar kraftmiklu konu.