Fréttir
FSU - Hamar nýtt verkmenntahús
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSU og félagi í Rkl. Selfoss bauð klúbbfélögum að skoða nýja verkmenntahúsið Hamar sem vígt var í mars 2017. Einnig mættu tveir félagar Stefán Sigurjónsson Rkl Vestmannaeyja og Hinrik Bjarnason Rkl. Reykjavík - Breiðholt.
Olga Lísa leiddi hópinn í skoðunarferð um húsið sem er allt hið vistlegasta og algjör bylting fyrir iðnám enda hafa myndast biðlistar eftir því að komast að. Í Hamri er aðstaða fyrir járniðn, tréiðn, rafiðn og háriðn. Auk þess eru í húsinu lista- og hestabrautir. Hið nýja verkmenntahús er augljóslega mikil lyftistöng fyrir verkmenntun á Suðurlandi.