Fréttir

14.9.2017

Gönguferð um Eyrarbakka

Þriðjudaginn 12. september fór Rkl. Selfoss í sína árlegu gönguferð um Árborgarsvæðið. Að þessu sinni var bílum lagt við Barnaskólann á Eyrarbakka og haldið fótgangandi eftir nýjum stíg sem liggur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Liggur stígurinn um Hraunshverfið, þar sem um aldamótin 1900 bjuggu um 150 manns á nokkrum smábílum. Lýður Pálsson, safnstjóri og félagi í Rkl. Selfoss sagði frá mannlífinu fyrr á árum og sögur af prestum og sýslumönnum sem þarna bjuggu. Þá var litast um eftir örnefnum og tóftum húsa frá liðnum tíma.Og ekki má gleyma sögum af Mórum sem áttu að hafa gengið þarna um. Að endingu var svo haldið að Gamla Hrauni þar sem nýjir eigendur tóku við búi árið 2008 og hafa endurbyggt þessi gömlu hús að mestu svo prýði er af. Þar var matast á úrvalspulsum og meðlæti sem eiginmaður forseta reiddi fram. Velheppnað og fróðlegt kvöld.