Fréttir
Nýtt starfsár hafið
Nýtt starfsár Rkl. Selfoss hófst 5. september en í samræmi við ný lög Rótarý var ákveðið að hafa sumarfríið lengra og hefja starf í byrjun september. Líkt og undanfarin ár hófst starfsárið með því að félagar komu saman til gróðursetningar á Selfossi. Að þessu sinni var plantað um 35 plöntum á opnu svæði neðan Tjarnarhverfis en austan Sunnulækjarskóla. Plantað var rifsberjarunnum og sólberjarunnum sem vonandi gleðja bæjarbúa í framtíðinni með berjum að hausti sem hverjum og einum verður frjálst að tína. Framtakið vakti að vonum athygli nærliggjandi íbúa sem vonandi fá að njóta ávaxtanna á komandi árum.