Fréttir
Stjórnarskipafundur 13. júní 2017
Með vísan til breyttra reglna varðandi fundarfjölda ákvað Rkl. Selfoss að gera breytingar á sínum lögum og nýta sér þessi ákvæði til að lengja sumarfrí klúbbsins. Í samræmi við þessa stefnu var stjórnarskiptafundur haldinn 13. júní. Sigurður Þór Sigurðsson fráfarandi forseti flutti skýrslu um störf klúbbsins á liðandi starfsári sem bar yfirskriftina höfum það skemmtilegt, sem það reyndis heldur betur vera. Þá lagði Sædís Íva Elíasdóttir gjaldkeri klúbbsins fram reikninga starfsársins og greindi frá niðurstöðum stallarasjóðs. Eftir umræður var skýrsla stjórnar og reikningar samþykktir með góðu lófataki og stjórn þökkuð hennar störf.
Þá fóru fram stjórnarskipti og ný stjórn 2017-2018 tók við. Hún tekur nú við sem 70. stjórn klúbbsins og Ásta Stefánsdóttir forseti setti fund og gat þessa auk þess sem markmiið nýrrar stjórnar væri það að áfram yrði skemmtilegt að vera í Rkl. Selfoss og það væri undir félagsmönnum komið að halda því góða starfi á lofti. Þá gat hún þess að næsta starfsár yrði nýtt til að undirbúa umdæmisþing sem Rkl. Selfoss mun halda 12.-13. október 2018. Forseti óskaði síðan félögum góðs sumarfrís og boðað yrði til næsta fundar í byrjun september.
Stjórn Rkl. Selfoss 2017-2018 er þannig skipuð:
Forseti: Ásta Stefánsdóttir
Viðtakandi forseti: Sædís Íva Elíasdóttir
Ritari: Þórarinn Sólmundarson
Gjaldkeri: Rögnvaldur Kristinn Rafnsson
Stallari: Olga Lísa Garðarsdóttir.