Fréttir
Tryggvaskáli á Selfossi
Rkl. Selfoss þáði boð eigenda veitingahússins í Tryggvaskála á Selfossi 6. júní sl. Tilefnið var að veitingahúsið hafði nýlega fengið virta norræna viðurkenningu fyrir frábæra þjónustu og mat. Reksturinn er nú á fjórða starfsári eftir endurbyggingu þessa elsta húss á Selfossi. Við sama tækifæri kynnti Bryndís Bryjólfsdóttir sögu endurbyggingarinnar og sagði frá því er faðir hennar réði listamanninn Matthías Kristinsson til að mála nokkur málverk í aðalsal hússins árið 1947. Nú hafa þessi málverk fengið sinn sess í skálanum líkt og fyrr, en Bryndís og systkini hennar færðu sjálfeignarstofnunni þau til varðveislu fyrir skemmtu og eru þau því kominn heim að nýju.