Fréttir
Golfmót - Texas Scrambler
Ferða- og skemmtinefnd stóð fyrir golfmóti á Svarfhólsvelli á Selfossi þriðjudaginn 16. maí 2017. Spilað var eftir Texas Scrambler aðferð og liðaskipt. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar og m.a. fyrir besta búninginn þar sem forseti klúbbsins bar af öðrum í skrautlegheitum. Kvöldinu var svo slúttað í mikilli grillveislu og skemmtiatriði frá Andra Ívari trúbdor. Frábært kvöld og hver veit nema einhverjir smitist af golfáhuga á eftir.