Fréttir

11.5.2017

Árvirkinn - fyrirtækjaheimsókn

Þriðjudaginn 9. maí bauð Árvirkinn ehf. klúbbfélögum í Rkl. Selfoss í heimsókn. Árvirkinn er öflugt rafverktakafyrirtæki sem er með verkefni vítt um land en aðalega á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Jón Finnur Ólafsson framkvæmdastjóri kynnti helstu þætti í starfi félagsins og fór yfir sögu þess ásamt þeim Guðjóni og Hauki úr eigendahópnum. Þá fékk Magnús Hlynur fréttamaður sérstaka kennslu á nútíma ljósaperum við mikinn fögnuð viðstaddra. Kærar þakkir til Árvirkjamanna fyrir fróðlega kynningu.