Fréttir

31.3.2017

FSU - nýr kennsluáfangi

Helgi Hermannsson er kennari og aðstoðar kerfisstjóri við FSU. Á fundi Rkl. Selfoss 28. mars kynnti hann nýjan áfanga í námsframboði FSU. Um er að ræða efni sem fjallar um flóttamenn, orsakir og allt það er að þessum málum snýr. Flóttamenn eru stórt og vaxandi vandamál í heiminum í dag og efnið það viðamikið að Helgi hefði getað verið að í marga fundi.