Fréttir

17.2.2017

Að flytja tónlist um borð í lúxus skemmtiferðaskipi

Ingimar Pálsson félagi í Rkl. Selfoss sagði sjóferðasögu sína á fundi klúbbsins 14. febrúar. Ingimar var ráðinn sem píanóleikari um borð í skemmtiferðaskipið Ocean Dimond sem siglir umhverfis Ísland en fer einnig yfir til Grænlands. Ingimar sagði í máli og myndum frá ferðinni og tónlistarfólkinu sem hélt uppi upplifun fyrir farþegana. Skemmtlegt þegar frábærir tónlistamenn eins og Ingimar eru sóttir í sérstök verkefni eftir að venjulegri starfsævi er lokið eins og Ingimar sagði sjálfur.