Fréttir

14.2.2017

Vetrarhátíð Rkl. Selfoss

Vetrarhátíð Rkl. Selfoss var haldin föstudaginn 10. febrúar 2017 í flugskýli Einars Elíassonar á Selfossflugvelli. Þemað í ár var matur frá fjórum heimshlutum þ.e. Norðurlöndunum, Íslandi, Suður-Evrópu og Suður-Ameríku. Maturinn var enda fjölbreyttur og glæsilegur í alla staði en klúbbfélögum var skipt í þessa fjóra hópa og lagði hver með sér einn rétt eða fleiri. Þá var fjöldasögnur undir stjórn Steins Leós og Guðbjargar Guðmundsdóttur auk þess sem Ingimar Pálsson lék dinnermúsik af sinni alkunnu snilld. Þá voru tvö leyninúmer er Jögvan Hansen spilaði og sagði sögur auk þess sem Johnny King mætti á svæðið með gítarinn sinn og hélt uppi stemmingu langt fram yfir miðnætti. Svo mikið var stuðið að tveir góðir settust saman við píanóið og spiluðu undir með Johnny King. Skemmtinefndin fær mikið hrós fyrir velheppnaða kvöldstund.