Fréttir

1.2.2017

Unglingaráð Árborgar

Tveir glæsilegir fulltrúar Unglingaráðs Árborgar héldu líflegt erindi á fundi Rkl. Selfoss 31. janúar 2017. Það var athyglisvert hversu áhugasamt þetta unga fólk var um ýmisleg málefni og undruðust klúbbfélagar hversu víðtækt starf er unnið í þessum vettvangi og hversu víðfem málefnaskráin er. Glæsilegt samfélagsstarf ungs fólks.