Fréttir

31.1.2017

Tónlistarskóli Árnesinga

Þriðjudaginn 24. janúar 2017 heimsótti Rkl. Selfoss Tónlistarskóla Árnesinga. Robert Darling skólastjóri tók á móti hópnum og sagði frá sögu hans, þeim miklu breytingum sem orðið hafa á starfsemi skólans auk þess að koma inn á vandamál sem við blasa svo sem kjarasamningsleysi tónlistarkennara. Þá léku tvær ungar stúlkur fyrir hópinn sem klappaði þeim lof í lófa.