Fréttir

23.1.2017

Skólalífið við Menntaskólann á Laugarvatni

Egill Hermannsson er nemandi við Menntaskólann á Laugarvatni og dvelur þar á heimavist. Hann sagði frá dvöl sinni við skólann, sagði frá skólastarfinu, tómstundum nemenda og frá daglegu lífi nemenda við ML. Góður fyrirlestur hjá þessum unga manni og afa sínum til sóma sem fékk hann til að segja frá þessu en afinn er félagi í Rkl. Selfoss.