Fréttir
Mentor hugbúnaður fyrir menntakerfi
Vilborg Einarsdóttir, einn eigenda og stjórnenda Mentor, kynnti á fundi Rkl. Selfoss 10. janúar 2017 félagið og hugbúnaðarkerfi þess sem notuð eru í menntakerfi um 6 landa til að halda utan um námskrá og skráningu allra nememda er varðar áætlanir, niðurstöður, samskipti o.fl.. Erlendis er vörumerkið Infomentor notað yfir þessa starfsemi sem er enn á þróunar/frumkvöðlastigi. Afar áhugavert verkefni og fékk Vilborg þó nokkrar fyrirspurnir og var þakkað í lokin með góðu lófataki.