Fréttir

7.12.2016

Klúbbfundur 6. des 2016

Örerindi: Garðar Eiríksson ræddi um björgunarsveitastarfið

Klúbbfundur er eins og ávallt haldinn fyrsta þriðjudag hvers mánaðar þar sem rædd eru málefni klúbbsins. Á klúbbfundum kemur stjórn á framfæri ýmsum erindum s.s. skilaboðum frá umdæminu vegna æskulýðsmála, stórtónleika o.fl.

Á klúbbfundum hafa félagar flutt stutt erindi um hvaðeina sem þeim býr í brjósti. Að þessu sinni flutti Garðar Eiríksson erindi um björgunarsveitarstarfið en hann hefur verið tengdur því í yfir 40 ár. Þá sagði hann frá því að 50 ára eru síðan Björgunarsveitin Tryggvi, sem í dag heitir Björgunarfélag Árborgar, var stofnuð hér á Selfossi og verður þess minnst með hátíðardagskrá 11. desember. Þá sagði Garðar frá Útkall Rauður - björgunaraðgerð á Kjalvegi 19. - 20. nóvember 1991 sem hann var vettvangsstjóri í. Þar tókust björgunarsveitarfólk úr Árnes- og Rangárvallasýslum á við aftakaveður og mikla ófærð í aðgerð sem stóð yfir í 27- 28 klst. við björgun á um 40 manns. Þetta voru varnarliðsmenn (fjölskyldur) frá Keflavíkurflugvelli sem farið höfðu í fjallaferð undir leiðsögn íslenskra jeppamanna en lentu í aftakaveðri og ófærð svo kalla varð út björgunarsveitir til aðstoðar. Garðar sýndi nokkrar myndir sem teknar höfðu verið af blaðamanni Moggans þegar komið var með fólkið niður að Geysi 20. nóvember 1991 og honum hafði borist frá Mogganum.