Fréttir

2.12.2016

Viss vinnu- og hæfingarstofa jólamarkaður

Sigurður Þór Sigurðsson forseti Rkl. Selfoss afhenti jólatré að gjöf frá Rkl. Selfoss

Árlegur jólamarkaður VISS vinnu- og hæfingarstofu er mikið tilhlökkunarefni starfsfólks enda liggur mikil vinna að baki allra þeirra skemmtulegu muna sem þarna eru til sýnis og sölu. Mikil eftirvænting ríkir einnig þar sem við þetta tækifæri er kveikt á ljósum jólarésins sem Rkl. Selfoss gefur starfsfólkinu. Að þessu sinni var tréð fengið frá Skógræktarfélagi Selfoss og höggvið í Hellisskógi á bökkum Ölfusár norðan við ánna á Selfossi. Þarna hefur þróast mikið og fallegt útivistarsvæði þar sem fjöldi íbúa gengur sér til ánægju og heilsubótar flesta daga ársins. Forseti Rkl. Selfoss Sigurður Þór Sigurðsson afhenti tréð við hátíðalega athöfn og eitt starfsmannanna fékk það hlutverk að kveikja á jólaljósunum. Að því loknu var svo jólamarkaðurinn formlega opnaður.