Fréttir

2.12.2016

Aðventukvöld

Rkl. Selfoss hélt sitt árlega Aðventukvöld þriðjiudaginn 29. nóv. Að þessu sinni var haldið niður á Eyrarbakka og tekið hús á þeim hjónum í Bakkastofu, Ástu og Valgeiri. Kátt var á hjalla þar sem Ásta sagði sögur af sínum áum og öðru. Valgeir tók lagið og að sjálfsögðu tók fólk undir. Ásta dró svo hópinn yfir í gamla kaupfélagshúsið þar sem þau hjónin eru með ýmsa fjölbreytta og gamla muni. Að því loknu var haldið út í Húsið þar sem Lýður Pálsson safnstjóri og félagi í Rkl. Selfossi tók á móti hópnum og leiddi hann í gegnum árlega aðventu og jólasýningu Byggðasafns Árnesinga sem hann stýrir. Þar spilaði Ingimar Pálsson félagi í Rkl. Selfoss undir á gamla píanóið með sérstöku leyfi safnstjóra. Þá var haldið út í kirkju þar sem Valgeir tók lagið og sagði fleiri sögur. Eftir það var svo haldið í Rauða húsið og snæddur gamaldags jólamatur m.a. hangikjöt á beini sem ást upp til agna svo gott var það. Undir kvöldverðinum fór Gísli Sigurðsson prófessor með gamansögur af sinni alkunnu hógværð af áum sínum og mörgum fyrirmanninum í Árnes- og Rangárvallasýslum á árum áður. Salurinn engdist af hlátri og þakkaði sögumanni fyrir með góðu lófataki. Þakkir til ferða- og skemmtnefndar fyrir ógleymanlegt kvöld sem lengi verður minnst sem 5 stjörnu ferðin.