Fréttir
ÞH blikk ehf. á Selfossi 25 ára
Hjónin Þröstur Hafsteinsson og Hrafnhildur Karlsdóttir stofnuðu blikksmiðju árið 1991 og er fyrirtækið því 25 ára um þessar mundir. Fyrirtækið er alhliða blikksmiðja í snyrtilegu og björtu húsnæði við Gagnheiði á Selfossi þar sem framleiddar eru allt frá utanhúss klæðningum, loftkerfum og til þess að skorin eru út listaverk í plasmaskurðarvél. Í tilefni afmælisins var Rkl. Selfoss boðið í heimsókn 22. nóv 2016 þar sem þeim var kynnt fjölbreytt starfsemi félagsins.