Fréttir

21.11.2016

Vegagerðin - helstu verkefni framundan

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri flutti fróðlegt erindi um stöðu og horfur í vegamálum

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri og félagi í Rkl. Reykjavík - Árbær, heimsótti Rkl. Selfoss 15. nóv og flutti erindi um helstu verkefni Vegagerðarinnar og fjármögnun þeirra. Ljóst er að nokkuð vantar á til þess að hægt sé að sinna vegakerfinu á fullnægjandi hátt. Hreinn greindi frá þeim fjölmörgu verkefnum sem Vegagerðin stendur frammi fyrir, auknum umferðarþunga og skorti á fjármagni til að standast allar þær kröfur sem gerðar eru til vegakerfisins. Afar fróðlegt erindi og margar fyrirspurnir.