Fréttir

9.11.2016

Rkl. í Bombay á Indlandi sendi kveðjur

Félagar í Rkl. í Bombay á Indlandi voru á ferðalagi hér á Íslandi fyrir skömmu og ætluðu sér m.a. að koma á fund hjá Rkl. Selfoss. En svo illa stóð á að þetta þriðjudagskvöld var keilukvöld á vegum ferða- og skemmtinefndar sem fyrr er getið hér á síðunni. Þar sem við gátum ekki tekið á móti þessum góðu erlendu gestum, þar sem svona stóð á, bættu þeir um betur og sendu okkur bréf og fána síns klúbbs. Kunnum við þeim góðar þakkir fyrir kveðjurnar og vonum að þeir eigi þess kost að líta við síðar.